Færsluflokkur: Bloggar

Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn

2016

Við í sjöunda bekk í Ölduselskóla fórum á Úlfljótsvatn mér fannst það mjög skemmtilegt vegna frelsisins, góða matsins, skemmtilegu leikjanna, wipeoutsins o.s.f. Við gistum tvær nætur við lærðum nýja og skemmtilega hluti. Það var líka mjög skemmtilegt að vera svona mikið með vinum. það var mjög gaman að fara í bogfimi aftur vegna þess ég hafði einu sinni áður prófað hana.

til að sjá þetta íttu hérna 


Tyrkjaránið

Ég var að gera tyrkjaráns verkefni í skólanum, Mér fannst verkefnið ekki mjög skemmtilegt vegna þess að það var svo langt en annars var það ágætt.Eitt af verkefnunum var fréttablaðs glogster verkefni til að sjá það íttu á (hérna).

 

 

 

 

(hérna)


Garðhönnun

Garhönnun

Í þessu verkefni var ég að teikna rúmfræðimynd sem átti að hafa blómabeð, þríhyrningslaga trjáreiti, tjörn, leikvöll, kaffihús og tvær gönguleiðir. Mér fannst verkefið skemmtilegt og það væri skemmtilegt ef við myndum gera fleiri svona verkefni. Mér gekk mjög vel í þessu verkefni og var ekki truflaður.


Setuliðið bókagagnrýni

Setuliðið er bók eftir Ragnar Gíslason. Hún gerist á Englandi og Íslandi. Mér fannst bókin mjög spennandi, skemmtileg og manni finnst eins og bókin sé að gerast þegar maður les bókina. Maður vill ekki hætta að lesa þegar þessi mikla spenna byrjar. Að mínu mati er þetta frábær bók með enga galla af því að það var alltaf eitthvað stórt að gerast eins og þegar þau fundu beinagrindina eða fjársjóðinn. Boðskapur þessarar bókar er að alltaf segja satt frá og vera heiðarlegur til þess að maður lendi ekki í neinum vandræðum og af því manni líður svo vel eftirá. Gott dæmi um þetta er eins og þegar Milli hafði burðast með að hafa drepið Andrew Higgins fyrir sextíu árum og ekki sagt neinum frá því. Honum leið síðan betur þegar sannleikurinn kom í ljós þrátt fyrir að hann þyrfti að fara í fangelsi fyrir vikið.


Staðreyndir um Evrópu

Í þessu verkefni var ég að finna svör við 24 spurningum. Við notuðum bókina "Evrópa" til að finna svör við spurningunum.  Verkefnið unnum við í Word, bæði heima og í skólanum.

 

Mér fannst mjög áhugavert að fræðast um Evrópu, enda er Ísland hluti af þeirri heimsálfu. Ég lærði t.d. hversu stórt stærsta landið er, sem er Rússland.  Að Ísland væri hálendasta land í Evrópu og margt fleira. Mér fannst verkefnið ekki leiðinlegt en ekki mjög skemmtilegt heldur.

 

Hér geturðu séð verkefnið mittlaughing


Spörfuglar

Í þessu verkefni vorum við að skrifa/fræðast um spörfugla. Við notuðum síðuna fuglavefurinn til að finna upplýsingar um fuglana. Það sem ég lærði aðalega var hvað hrafninn og Maríuerlan eru stór löng og þung. Ég lærði líka að láta textaboxin halda vel utan um textann þannig að það sé ekkert óþarfa bil frá texta og niður á rammabrún. Mér fannst verkefnið mjög skemmtilegt og ég vona að ég fæ að gera svona verkefni aftur.

 

hér getur þú séð verkefnið mitt 


Jóhanna af Örk

Í Jóhönnu af Örk verkefninu lásum við einn kafla úr bók sem var um Jóhönnu af Örk. svo skrifuðum við í litla bók það sem var mikilvægt og við skrifuðum líka það sem við vissum. Svo fundum við myndir á Google sem pössuðu við textann sem við fengum á lítið blað.

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt


Egla

Ég var að lesa söguna um Egil Skallagrímsson og síðan gerði ég verkefni um Eglu. Við lásum alltaf tvo kafla í einu og svo svöruðum við spurningum úr þeim í publisher. síðan áttum við að finna myndir sem  pössuðu við textan.cool 

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt (-----


Danmörk

Ég var að vinna í verkefni í samfélagsfræði með norðurlöndin 8. Það átti að velja sér eitt land af þessum átta en það mátti ekki velja Ísland. Við vorum að vinna með verkefnið í Publisher. Ég valdi Danmörku af því að amma mín er svolítið dönsk og af því ég elska Danmörku. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni og hlakka til að gera svona verkefni aftur ef ég geri svona verkefni aftur.

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt


Íslenska ritun

Mér gekk mjög vel í ritun en mér datt strax í hug að skrifa um sumarfríið mitt.Það var gaman að skrifa en ég gleymdi sumu sem gerðist en eini veikleiki minn er að vera gleyminn. Mér gekk samt vel ég var hundrað prósent ánægður með ritunarverkið mitt og ég hefði ekki vilja hafa það neitt öðruvísi. Ég vil stefna að góðu ritunarverki næst og er komin með nokkrar hugmyndir sem ég gef ekki upp að svo stöddu.smile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Elfar Ingi Þorsteinsson

Höfundur

Elfar Ingi Þorsteinsson
Elfar Ingi Þorsteinsson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 13394195 1635741406746099 4444125177754168852 n
  • 13343055 1635741433412763 5518806391788201656 n
  • 13394195 1635741406746099 4444125177754168852 n
  • 13343055 1635741433412763 5518806391788201656 n
  • 13394195 1635741406746099 4444125177754168852 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband